Sagan
Saga stofnanda - Snocross Stelpur
Fyrst kvenna á Íslandi til að keppa í Snocrossi er Vilborg Daníelsdóttir kölluð Villa Dan, það var í kringum 1996, á þessum tímum var enginn kvennaflokkur og því keppt með strákunum, Villa Dan hefur keppt á vélsleðum frá árinu 1991 í samhliðabraut, fjallaralli og spyrnu.
Árið 2008 verður til hópur stúlkna í kringum Sleðaskólann og þar var án efa vettvangur fyrir ökumenn að koma saman og keyra, í framhaldi af því safnar Villa Dan saman stúlkum til að keppa á vélsleðum og býr til hópinn Snocross stelpur, mikill spenningur fyrir keppni hjá stúlkunum enda í fyrsta skipti sem kvennaflokkur var með í snocrossi, keppnin fór fram 2.febrúar 2008 í Bolöldu hjá Litlu kaffistofunni í Jósepsdal, áhuginn var gríðarlegur og góð þátttaka, Villa Dan náði að safna saman 7 stúlkum á ráslínu, á tímabili á keppnistímabilinu þá var fjöldi þátttakenda í kvennaflokknum stærri en pro karlaflokk.
Villa Dan var Íslandsmeistari í Snocross Kvennaflokk árið 2008, keppnir voru til ársins 2009, það ár þá voru alltaf færri og færri sem tóku þátt og flokkurinn náði sér ekki aftur á strik.
Árin liðu og ekkert bólaði á kvennaflokki, það var ekki fyrr en í mars 2024 sem Villa Dan horfir á Snocross keppni á Akureyri og beið spennt eftir kvennaflokki, enda ekki fylgst með akstursíþróttinni síðan síðasta keppni var árið 2009, en aldrei kom sá flokkur, þá var komið að því að safna aftur saman, enda þarft hlutverkið að styðja við stúlkur í akstursíþróttum á Íslandi, hvetja þær frekar en að letja, farið var í að auglýsa hvort áhugi væri hjá stúlkum að keppa á vélsleðum, ekki leið á löngu þar til skipulagðar æfingar hófust í braut á aksturssvæði KKA Akureyri til að undirbúa stúlkurnar fyrir keppni, til stóð að kvennaflokkurinn kæmi inn árið 2025 en áhuginn var það mikill að ekki var talin ástæða að bíða, í mars 2024 voru 8 stúlkur klárar og mættar á ráslínu glerharðar í miðju keppnistímabili öllum að óvörum.
Þetta voru tímamót og gríðarlega spennandi enda var ný kynslóð tekin við, kynslóðaskiptin dásamleg því dætur Villu Dan tóku þátt, Margrét Dana Þórsdóttir í Kvennaflokki og Vilborg Dana Þórsdóttir á 200 cc vélsleða, þátttaka barna hefur aukist að undanförnu og gefst þeim kostur á að keyra í brautinni á milli riðla og hefur þetta fyrirkomulag lukkast vel, okkur öllum til gamans og ánægju og þá sérstaklega þessum litlu akstursíþróttamönnum sem eru þá næsta kynslóðin sem tekur við.
Verkefni Villu Dan í gegnum tíðina hefur verið að halda stúlkunum saman, fá þær til að keyra saman í braut og kynnast hvor annarri, mikilvægt hefur verið fyrir stúlkur að þær fái sinn flokk og þess vegna hefur verið þörf á að safna þeim saman svo þátttakan verði næg, mikilvægt að kvennaflokkar verði keyrðir sér í keppni.
Hér fylgja með nokkrar myndir í gegnum tíðina af forsprakka hópsins
Snocross Stelpur - Villa Dan.

Bolalda 2008 Myndataka Sverrir Jónsson

Vinnutækið merkt 2008

Mývatn 2009

Árið 1999

Við kynntumst Lexa og þá var það Lynx
Ólafsfjörður árið 2000
keppni í Finnlandi 1999
Jósefsdalur 1994

Ísafjörður 1993

Yfirfara fyrir keppni í Bláfjöllum árið 1992